Quantcast
Channel: Safnabókin » Museum Locations » The Greater Reykjavik Area
Viewing all articles
Browse latest Browse all 14

Grasagarður Reykjavíkur

$
0
0

Grasa­garður Reykja­víkur er lif­andi safn undir ber­um himni. Hlut­verk garðsins er að varð­veita og skrá plöntur til fræðslu og yndis­auka. Í hefð­bundnum söfn­um eru sýningar en í Grasa­garðin­um eru átta safn­deildir plantna sem koma í þeirra stað. Plöntu­söfnin gefa hug­mynd um fjöl­breytni gróðurs í tempraða beltinu nyrðra. Sér­hver safn­deild gegnir ákveðnu hlut­verki, til dæmis að sýna og kynna ís­lenskar plöntur, trjá­gróður eða mat- og krydd­jurtir. Sumar­dag­skráin er við­burða­rík og boðið er upp á mót­töku hópa árið um kring.
Hið vin­sæla kaffi­hús Flóran Café/­Bístró býð­ur upp á ljúf­fengar veiting­ar með áherslu á hrá­efni úr eigin ræktun. Kaffi­húsið er starf­rækt í garð­skál­an­um í gróður­sælu um­hverfi. Nánar um opnun­ar­tíma er að finna á www.floran.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 14

Latest Images

Trending Articles





Latest Images